1 MIN
SA og ASÍ semja um starfstengda streitu
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa undirritað samkomulag um starfstengda streitu. Markmið samkomulagsins er að auka vitund og skilning atvinnurekenda og starfsmanna á starfstengdri streitu. Ætlunin er að brugðist verði við vandamálum vegna starfstengdrar streitu sem er áhættuþáttur varðandi öryggi og heilbrigði á vinnustað. Samkomulag þetta fylgir í kjölfar rammasamnings Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC) en aðildarsamtökin hafa fengið það hlutverk að innleiða samninginn í samræmi við reglur og venjur.
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa undirritað samkomulag um starfstengda streitu. Markmið samkomulagsins er að auka vitund og skilning atvinnurekenda og starfsmanna á starfstengdri streitu. Ætlunin er að brugðist verði við vandamálum vegna starfstengdrar streitu sem er áhættuþáttur varðandi öryggi og heilbrigði á vinnustað. Samkomulag þetta fylgir í kjölfar rammasamnings Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC) en aðildarsamtökin hafa fengið það hlutverk að innleiða samninginn í samræmi við reglur og venjur.
Sjá nánar samkomulagið hér (pdf skjal)