Efnahagsmál - 

18. desember 2012

SA munu ekki eiga frumkvæði að uppsögn kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA munu ekki eiga frumkvæði að uppsögn kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins munu ekki eiga frumkvæði að uppsögn kjarasamninga, að sögn Vilmundar Jósefssonar, formanns SA. Forsendur samninga verða yfirfarnar í janúar og verði þeim ekki sagt upp hækka laun almennt um 3,25% þann 1. febrúar og lágmarks mánaðarlaun hækka enn frekar, eða um 11.000 kr. Hann segir samtökin tilbúin til að fjalla um kjarabætur án frekari launahækkana við verkalýðshreyfinguna. Ákveði verkalýðshreyfingin að segja samningum upp munu SA fara fram á að laun hækki minna þar sem aðstæður fyrirtækja hafa versnað auk þess sem aðrar forsendur launahækkana hafi brugðist.

Samtök atvinnulífsins munu ekki eiga frumkvæði að uppsögn kjarasamninga, að sögn Vilmundar Jósefssonar, formanns SA. Forsendur samninga verða yfirfarnar í janúar og verði þeim ekki sagt upp hækka laun almennt um 3,25% þann 1. febrúar og lágmarks mánaðarlaun hækka enn frekar, eða um 11.000 kr. Hann segir samtökin tilbúin til að fjalla  um kjarabætur án frekari launahækkana við verkalýðshreyfinguna. Ákveði verkalýðshreyfingin að segja samningum upp munu SA fara fram á að laun hækki minna þar sem aðstæður fyrirtækja hafa versnað auk þess sem aðrar forsendur launahækkana hafi brugðist.

Samtök atvinnulífsins kynntu fjölmiðlum í gær afstöðu samtakanna til kjarasamninga og fóru yfir forsendur þeirra. Í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur Egilsson að meginmarkmið kjarasamninga um aukinn kaupmátt hafi náðst. Hins vegar hafi markmið um hagvöxt ekki gengið eftir, en hann hefði verið rúmlega 8% á tímabilinu 2011-2013. Hagvöxtur hefði þurft að vera 14% til þess að efnahagslífið kæmist í álíka stöðu og fyrir efnahagsáfallið haustið 2008. Verðmætasköpunin í landinu  þyrfti að aukast um 100 milljarða króna til að ná fyrri stöðu.

Ennfremur segir Vilhjálmur í Morgunblaðinu að markmið um 2,5% verðbólgu og styrkara gengi krónunnar hafi ekki náðst og stjórnvöld hafi ekki staðið við allar skuldbindingar sínar. Tryggingagjald á fyrirtæki hafi ekki lækkað eins og samið hefði verið um. Ástæða þess að hagvöxtur væri lítill og verðbólga mikil  væri sú að innstreymi erlends fjármagns til fjárfestinga væri minna en vonir hefðu staðið til þegar kjarasamningarnir voru gerðir í fyrra. Erlendar fjárfestingar stuðli að hærra gengi og nýjum störfum en það hafi ekki gengið eftir. Erfiðleikar á útflutningsmörkuðum hjálpi ekki til, einkum í ljósi þess að sjávarútvegurinn væri nú skattlagður undir drep.

Fréttablaðið fjallar einnig um kjarasamninga í dag þar sem segir að stöðugleiki á vinnumarkaði skipti SA miklu máli og enginn ávinningur felist í hækkun launa umfram gildandi samninga sem valdi meiri verðbólgu. SA munu kappkosta að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að auka kaupmátt með öðrum leiðum.

Fréttastofa RÚV fjallaði einnig um málið, en þar var m.a. rakið hvernig fjölmörg loforð ríkisstjórnarinnar í tengslum við samningana hafi ekki verið efnd og eru SA og ASÍ sammála í þeim efnum. Í samtali við RÚV segir Vilhjálmur Egilsson, að geta fyrirtækja til að hækka laun sé minni en þegar skrifað var undir samningana í maí 2011 og leiðin út úr kreppunni sé skýr:

"Þegar upp er staðið hljótum við Íslendingar að þurfa að sækja okkar lífskjör í fjárfestingar, í ný og betri störf og í útflutning."

Framkvæmdastjórn SA og samninganefnd ASÍ hittust í gær og munu ræða saman á ný í byrjun árs 2013, en niðurstaða um framhaldið mun liggja fyrir 21. janúar 2013.

Smelltu hér til að horfa á frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins