Efnahagsmál - 

28. janúar 2004

SA mótmæla frumvarpi um vátryggingasamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA mótmæla frumvarpi um vátryggingasamninga

Samtök atvinnulífsins og fimm aðildarfélög mótmæla harðlega stjórnarfrumvarpi um heildarendurskoðun laga um vátryggingasamninga. Samtökin sjá ekki þörf fyrir heildarendurskoðun laganna og telja frumvarpið ekki standast grundvallarkröfur sem gera verður til heildarendurskoðunar gildandi laga, m.a. um mat á kostnaðaráhrifum. Í umsögninni er m.a. bent á eftirfarandi:

Samtök atvinnulífsins og fimm aðildarfélög mótmæla harðlega stjórnarfrumvarpi um heildarendurskoðun laga um vátryggingasamninga. Samtökin sjá ekki þörf fyrir heildarendurskoðun laganna og telja frumvarpið ekki standast grundvallarkröfur sem gera verður til heildarendurskoðunar gildandi laga, m.a. um mat á kostnaðaráhrifum.  Í umsögninni er m.a. bent á eftirfarandi:

Í fyrsta lagi verður ekki séð hvaða þörf knýr á um þessar breytingar. Atvinnulífið hefur að minnsta kosti ekki beðið um þær og ekki er unnt að ráða af frumvarpinu eða greinargerðinni að lagabreytingarnar leiði til neinna réttarbóta fyrir það.

Í öðru lagi er ekki gerð nein tilraun til þess að meta kostnaðaráhrif af frumvarpinu fyrir atvinnulífið. Færa má að því rök að frumvarpið feli í sér mikinn kostnaðarauka og engin tilraun er gerð til þess að vega hann saman við ætlað hagræði.

Í þriðja lagi þarf að kanna löggjöf í samkeppnislöndum og þróun innan EES og gæta þess að íslensk löggjöf sé í samræmi við hagsmuni atvinnulífsins í því samhengi. Þennan mælikvarða stenst frumvarpið ekki heldur enda var við frumvarpssmíðina stuðst nær eingöngu við norsk lög um vátryggingasamninga nr. 69/1989, þótt vitað sé að sú löggjöf sé verulega frábrugðin löggjöf annarra norrænna ríkja og löggjöf innan EES svæðisins.

Í fjórða lagi er vikið með afgerandi hætti frá grundvallarreglum íslensks réttar um samningsfrelsi. Ekki verður séð að fyrirtæki þarfnist neytendaverndar á borð við þá sem frumvarpið boðar og kaupi hana því verði sem ófrávíkjanlegar reglur frumvarpsins eru.

Sjá umsögn SA, SI, SFF, SVÞ, SF og LÍÚ (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins