Efnahagsmál - 

01. júlí 2010

SA krefjast hraðrar úrlausnar mála er tengjast gengistryggðum lánum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA krefjast hraðrar úrlausnar mála er tengjast gengistryggðum lánum

Samtök atvinnulífsins hafa farið þess á leit við dómsmála- og mannréttindaráðherra að beita sér fyrir því að mál vegna gengistryggðra lána fái flýtimeðferð í dómskerfinu. Með dómunum hefur skapast gríðarleg réttaróvissa ásamt óvissu um afleiðingarnar m.a. um hversu víðtæk áhrifin eru, hvernig fara eigi með það sem greitt hefur verið og hvernig skuli fara með skuldbindingar sem eru að fullu greiddar. Skiptar skoðanir eru einnig um hvaða vexti skuli miða við á umræddum skuldbindingum.

Samtök atvinnulífsins hafa farið þess á leit við dómsmála- og mannréttindaráðherra að beita sér fyrir því að mál vegna gengistryggðra lána fái flýtimeðferð í dómskerfinu. Með dómunum hefur skapast gríðarleg réttaróvissa ásamt óvissu um afleiðingarnar m.a. um hversu víðtæk áhrifin eru, hvernig fara eigi með það sem greitt hefur verið og hvernig skuli fara með skuldbindingar sem eru að fullu greiddar. Skiptar skoðanir eru einnig um hvaða vexti skuli miða við á umræddum skuldbindingum.

Dómarnir geta haft mikil áhrif á efnahag fjármálafyrirtækja og getu þeirra til að þjónusta atvinnulíf og einstaklinga. Lántakar verða einnig að fá úr því skorið hvaða vexti skuli miða við og á það bæði við um fyrirtæki og almenning.

Hér er um gríðarlegt hagsmunamál að tefla og því nauðsynlegt að dómstólar úrskurði sem allra fyrst um þessi álitamál. Til þess verður að beita öllum tiltækum ráðum þannig að niðurstaða fáist innan tveggja til þriggja mánaða. Lengur má það ekki dragast.

Sjá nánar:

Bréf SA til dómsmála- og mannréttindaráðherra

Samtök atvinnulífsins