Efnahagsmál - 

25. Mars 2009

SA hvetja fyrirtæki til samstöðu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA hvetja fyrirtæki til samstöðu

Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær aðildarfyrirtæki SA til að láta ekki undan þrýstingi og taka skyndiákvarðanir um að hækka laun í þessum mánuði þrátt fyrir samkomulag við ASÍ um frestun launahækkana fram á sumar. Nokkur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfar HB Granda og boðað að hækkun launa taki strax gildi. Framkvæmdastjóri SA segir í samtali við Morgunblaðið í dag að samtökin geti hrakist til að endurnýja ekki kjarasamninga í júní.

Samtök  atvinnulífsins hvöttu í gær aðildarfyrirtæki SA til að láta ekki undan þrýstingi og taka skyndiákvarðanir um að hækka laun í þessum mánuði þrátt fyrir samkomulag við ASÍ um frestun launahækkana fram á sumar. Nokkur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfar HB Granda og boðað að hækkun launa taki strax gildi. Framkvæmdastjóri SA segir í samtali við Morgunblaðið í dag að samtökin geti hrakist til að endurnýja ekki kjarasamninga í júní.

Hvatningu SA til aðildarfyrirtækja má nálgast hér að neðan en fram kemur í Morgunblaðinu í dag að óánægja er í röðum samtakanna með þær ákvarðanir fyrirtækja að láta launahækkanir koma til framkvæmda í þessum mánuði og þrýsting forystumanna verkalýðsfélaga. "Okkur hefur sýnst að það sé með skipulögðum hætti verið að reyna að brjóta niður samningana," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur nefnir Verkalýðsfélagið á Akranesi þegar hann var spurður hvað hann ætti við og sagðist vita um fleiri dæmi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur það enga tilviljun að launahækkunum hafi verið frestað. Hætta væri á að þessi bylgja flæddi jafnt yfir fyrirtæki sem ekki hefðu efni á að hækka laun og þau sem það gætu. Afleiðingarnar yrðu aukið atvinnuleysi, verðbólgan minnkaði ekki og vaxtalækkun frestaðist. "Þá væri verið að hrekja okkur út í það að segja samningunum upp, ákveða að framlengja þá ekki," sagði Vilhjálmur.

Sjá nánar:

Hvatning til aðildarfyrirtækja SA (PDF)

Samið um frestun launahækkana - frétt 25. febrúar

Samtök atvinnulífsins