Vinnumarkaður - 

08. febrúar 2019

SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigu

Samtök atvinnulífsins fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu og hvetja aðildarfyrirtæki sín að skipta einungis við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Það er óverjandi að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum.

Samtök atvinnulífsins fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu og hvetja aðildarfyrirtæki sín að skipta einungis við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Það er óverjandi að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum.

Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra.

Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.

Sjá nánar:

Umfjöllun á vef SA um starfsmannaleigur

Samtök atvinnulífsins