Efnahagsmál - 

11. febrúar 2003

SA fagna útspili ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA fagna útspili ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnar-innar að verja allt að 6,3 milljörðum króna til flýtingar ýmsum framkvæmdum sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í.

Samtök atvinnulífsins fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnar-innar að verja allt að 6,3 milljörðum króna til flýtingar ýmsum framkvæmdum sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í.

Samtökin telja gott svigrúm fyrir þessar framkvæmdir nú og tímasetningu góða, enda slaki í efnahagslífinu, verðbólga lág, lítil eftirspurn á vinnumarkaði og atvinnuleysi vaxandi.

Með flýtingu sumra þessara framkvæmda skarast þær síður við væntanlegar virkjunar- og álversframkvæmdir og eru þannig liður í því að skapa þeim framkvæmdum rými.

Loks er boðaður viðbótaráfangi í einkavæðingu sérstakt fagnaðarefni, en til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin selja enn óseld bréf ríkisins í Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslenskum aðalverktökum.

Aðhald í opinberum fjármálum á framkvæmdatíma
Hins vegar er ljóst að þörf er á verulegum samdrætti fjárfestinga og annarra opinberra útgjalda þegar framkvæmdirnar fyrir austan ná hámarki á árunum 2005 og 2006. Mikilvægt er að stjórnvöld láti í ljós ákveðin áform og vilja í því efni til þess að draga úr ætlaðri þörf fyrir vaxtahækkanir. Því meiri áhersla sem lögð verður á aðhald í fjármálastjórn hins opinbera til að draga úr eftirspurn á framkvæmdatímanum, þeim mun minni verða áhrif þessara framkvæmda á vexti og á gengi krónunnar, og þar með á annað atvinnulíf í landinu. Sú leið stuðlar jafnframt að betra jafnvægi í efnahagslífinu að framkvæmdatímanum loknum og meiri ávinningi til lengri tíma.

Samtök atvinnulífsins