Efnahagsmál - 

13. desember 2002

SA fagna hverju skrefi í vaxtalækkunum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA fagna hverju skrefi í vaxtalækkunum

Bankastjórn Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig í 5,8%. Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin fagna hverju skrefi Seðlabankans í vaxtalækkunum. "Eins og staðan er núna kalla aðstæður ekki á aðhaldssama stefnu bankans í peningamálum. Seðlabankinn er að yfirgefa sína aðhaldssömu stefnu og verða hlutlaus. Það er líka spurning hvort ekki sé óhætt að stíga frekari skref til vaxtalækkana því að krónan er mjög sterk," segir Hannes.

Bankastjórn Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig í 5,8%. Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin fagna hverju skrefi Seðlabankans í vaxtalækkunum. "Eins og staðan er núna kalla aðstæður ekki á aðhaldssama stefnu bankans í peningamálum. Seðlabankinn er að yfirgefa sína aðhaldssömu stefnu og verða hlutlaus. Það er líka spurning hvort ekki sé óhætt að stíga frekari skref til vaxtalækkana því að krónan er mjög sterk," segir Hannes.

Samtök atvinnulífsins