Vinnumarkaður - 

04. Apríl 2006

SA fagna bættu aðgengi að íslenskum vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA fagna bættu aðgengi að íslenskum vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra varðandi aðgengi ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja ESB að íslenskum vinnumarkaði frá og með 1. maí nk. Lagt er til að þeim verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa, en að atvinnurekendum beri að tilkynna Vinnumálastofnun um ráðningu þeirra innan tíu virkra daga og að ráðningarsamningur fylgi tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins fagna afnámi kröfunnar um atvinnuleyfi fyrir þetta fólk, sem draga mun úr reglubyrði fyrirtækja og stuðla að betra jafnvægi á íslenskum vinnumarkaði, að ógleymdu því hagræði sem þetta mun hafa í för með sér fyrir viðkomandi starfsfólk. Sjá nánar um frumvarpið á vef félagsmálaráðuneytis.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra varðandi aðgengi ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja ESB að íslenskum vinnumarkaði frá og með 1. maí nk. Lagt er til að þeim verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa, en að atvinnurekendum beri að tilkynna Vinnumálastofnun um ráðningu þeirra innan tíu virkra daga og að ráðningarsamningur fylgi tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins fagna afnámi kröfunnar um atvinnuleyfi fyrir þetta fólk, sem draga mun úr reglubyrði fyrirtækja og stuðla að betra jafnvægi á íslenskum vinnumarkaði, að ógleymdu því hagræði sem þetta mun hafa í för með sér fyrir viðkomandi starfsfólk. Sjá nánar um frumvarpið á vef félagsmálaráðuneytis.

Samtök atvinnulífsins