Samkeppnishæfni - 

24. janúar 2002

SA álykta um samkeppnismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA álykta um samkeppnismál

Ályktun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins:

Ályktun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins:

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkir að beina því til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri athugun og skoðun á því að hvaða leyti íslensku samkeppnislögin, nr. 8. frá 1993, með áorðnum breytingum frá  árinu 2000, sbr. lög nr. 107 frá 2000, séu frábrugðin viðkomandi EES-reglum og  sambærilegum lagabálkum í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.  Sérstaklega verði skoðaðir IV. og V. kafli laganna um bann við samkeppnishömlum og eftirlit, X. kafli laganna um upplýsingaskyldu og XI. og XIII. kaflar laganna um framkvæmd samkeppnisreglna o.fl. skv. reglum EES og um viðurlög.

Jafnframt er því beint til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri rannsókn og skoðun á því hvort verið geti að framganga og vinnuaðferðir Samkeppnisstofnunar á Íslandi, t.d. við haldlagningu gagna, sbr. 40. gr. laganna,  séu í veigamiklum atriðum frábrugðin þeim meginreglum sem í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu þykir sjálfsagt og eðlilegt að fylgja.


Sjá greinargerð með ályktuninni, ásamt ályktuninni sjálfri (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins