Vinnumarkaður - 

27. janúar 2023

SA afhenda atkvæðaskrá

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA afhenda atkvæðaskrá

Samtök atvinnulífsins hafa afhent atkvæðaskrá í samræmi við fyrirmæli Ríkissáttasemjara vegna atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu í kjaradeilu SA og Eflingar. Advania annast umsjón atkvæðagreiðslunnar, en fyrirtækið hefur m.a. annast sambærilegar atkvæðagreiðslur fyrir stéttarfélög og sambönd innan ASÍ.

Um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í deilu SA og Eflingar gilda ákvæði 27. og 29 - 31. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Ríkissáttasemjari gefur samkvæmt lögunum fyrirmæli um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu, „svo sem hvernær og hvernig hún skuli fara fram“, eins og segir í 3. mgr. 29. gr. laganna. Í því felst m.a. að hann getur gert deiluaðilum að afhenda nauðsynleg kjörgögn svo kosning um miðlunartillögu geti farið fram. Samtök atvinnulífsins hafa uppfyllt skyldur sínar lögum samkvæmt.

Samtök atvinnulífsins