Fréttir - 

20. Apríl 2001

Rússneskir atvinnurekendur í læri hjá Norðmönnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rússneskir atvinnurekendur í læri hjá Norðmönnum

Eftir fall Sovétríkjanna og með tilkomu markaðshagkerfis hefur gríðarlegur fjöldi samtaka verið myndaður meðal rússneskra atvinnurekenda. Tilraunir til að sameina félögin í ein heildarsamtök hafa hins vegar mistekist. Síðustu tvö árin hefur hins vegar verið unnið markvisst að myndun heildarsamtaka og undanfarna daga hafa fulltrúar þeirra m.a. verið í læri hjá samtökum atvinnulífsins í Noregi.

Eftir fall Sovétríkjanna og með tilkomu markaðshagkerfis hefur gríðarlegur fjöldi samtaka verið myndaður meðal rússneskra atvinnurekenda. Tilraunir til að sameina félögin í ein heildarsamtök hafa hins vegar mistekist. Síðustu tvö árin hefur hins vegar verið unnið markvisst að myndun heildarsamtaka og undanfarna daga hafa fulltrúar þeirra m.a. verið í læri hjá samtökum atvinnulífsins í Noregi.

Gríðarleg verkefni bíða nýrra samtaka, enda engir heildarkjarasamningar til á rússneskum vinnumarkaði. Þá er í smíðum fjöldi lagabálka um leikreglur atvinnulífsins. Sjá nánar á heimasíðu samtaka atvinnulífsins í Noregi.

Samtök atvinnulífsins