Fréttir - 

23. Mars 2016

Risastór mósaíkmynd af atvinnulífinu í Hörpu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Risastór mósaíkmynd af atvinnulífinu í Hörpu

Ársfundur atvinnulífsins 2016 fer fram fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi. Af því tilefni verður brugðið upp risastórri mósaíkmynd af atvinnulífinu í Hörpu. Myndin verður án efa litrík því íslenskt atvinnulíf er bæði fjölbreytt og myndarlegt. Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem er unnið í fyrirtækjum landsins og verðmætasköpun þeirra. SA hvetja fyrirtæki til að senda inn myndir og taka þátt í sköpuninni í Hörpu.

Ársfundur atvinnulífsins 2016 fer fram fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi. Af því tilefni verður brugðið upp risastórri mósaíkmynd af atvinnulífinu í Hörpu. Myndin verður án efa litrík því íslenskt atvinnulíf er bæði fjölbreytt og myndarlegt. Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem er unnið í fyrirtækjum landsins og verðmætasköpun þeirra. SA hvetja fyrirtæki til að senda inn myndir og taka þátt í sköpuninni í Hörpu.

undefined

Fjöldi mynda streymir nú inn en innan raða samtakanna er allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá um 2.000 aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70 þúsund manns eða sjö af hverjum tíu á almennum vinnumarkaði. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum í mósaíkmynd atvinnulífsins skjóttu þá mynd úr fyrirtækinu þínu á Hörð Vilberg hjá SA á netfangið hordur@sa.isMyndirnar í fréttinni eru frá Vísi í Grindavík, Pink Iceland og Eimskip.

undefined

Yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2016 er Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni, fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. 

undefined

ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS - DAGSKRÁ OG SKRÁNING

Samtök atvinnulífsins