Efnahagsmál - 

16. nóvember 2008

Risagjaldþrot án láns frá IMF og vinaþjóðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Risagjaldþrot án láns frá IMF og vinaþjóðum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tók þátt í umræðum um fyrirhugað lán frá Aljóðagjaldeyrissjóðnum og viðbótarfjármögnun í Silfri Egils í dag. Vilhjálmur sagði að það væri algjör forsenda fyrir því að hægt væri að koma gjaldeyrisviðskiptum á Íslandi í eðlilegt horf að taka lán hjá IMF og vinaþjóðum Íslands. Vilhjálmur undirstrikaði að það væri ábyrgðarlaust að halda því fram að hafna ætti lánveitingunum. Þá yrði hagkerfið keyrt niður í ekki neitt og það væri ávísun á risagjaldþrot hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tók þátt í umræðum um fyrirhugað lán frá Aljóðagjaldeyrissjóðnum og viðbótarfjármögnun í Silfri Egils í dag. Vilhjálmur sagði að það væri algjör forsenda fyrir því að hægt væri að koma gjaldeyrisviðskiptum á Íslandi í eðlilegt horf að taka lán hjá IMF og vinaþjóðum Íslands. Vilhjálmur undirstrikaði að það væri ábyrgðarlaust að halda því fram að hafna ætti lánveitingunum. Þá yrði hagkerfið keyrt niður í ekki neitt og það væri ávísun á risagjaldþrot hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.

Sjá nánar:

Rætt við Vilhjálm Egilsson og Lilju Mósedóttur í Silfri Egils 16. nóvember

Samtök atvinnulífsins