Efnahagsmál - 

05. nóvember 2010

Ríkisstjórnin standi við fyrirheit í atvinnumálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkisstjórnin standi við fyrirheit í atvinnumálum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ríkisstjórnin eigi eftir að hrinda mörgum málum í framkvæmd í atvinnumálum og það geti hún gert án aðkomu annarra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. "Það er heilmikill verkefnalisti hjá ríkisstjórninni og hún þarf í sjálfu sér enga samstöðu við aðra flokka til að ná mjög mörgum málum fram. Ríkisstjórnin þarf bara að telja atkvæðin hjá sjálfri sér."

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ríkisstjórnin eigi eftir að hrinda mörgum málum í framkvæmd í atvinnumálum og það geti hún gert án aðkomu annarra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.  "Það er heilmikill verkefnalisti hjá ríkisstjórninni og hún þarf í sjálfu sér enga samstöðu við aðra flokka til að ná mjög mörgum málum fram. Ríkisstjórnin þarf bara að telja atkvæðin hjá sjálfri sér."

Samtök atvinnulífsins vilja að allur vinnumarkaðurinn gangi sameiginlega að kjaraviðræðum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að forsenda fyrir þessu sé að opinberir starfsmenn komi líka að samningaborðinu. Hann segir að umræður séu ekki komnar á það stig að það sé farið að skýrast en það komi í ljós síðar í þessum mánuði hvort grundvöllur sé fyrir því. Vilhjálmur segir að það myndi greiða fyrir niðurstöðunni ef ríkisstjórnin tæki á sig rögg og stæði við gefin fyrirheit í atvinnumálum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu 5. Nóvember 2010

Samtök atvinnulífsins