Efnahagsmál - 

11. júní 2010

Ríkisfjármálum verður að koma í lag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkisfjármálum verður að koma í lag

Grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara á Íslandi er að dregið verði úr útgjöldum hins opinbera og fjármunir þess nýttir betur. Of miklar skattaálögur á fyrirtæki og einstaklinga draga úr hagvexti og því eru takmörk sett hversu mikið er hægt að auka skattheimtuna. Því eru líka takmörk sett hvað hægt er að draga mikið saman þjónustu hins opinbera. Með hagræðingu og nýjum hugmyndum um skipulag þjónustunnar er hins vegar hægt að lækka útgjöld ríkisins án þess að skerða lífskjör borgaranna.

Grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara á Íslandi er að dregið verði úr útgjöldum hins opinbera og fjármunir þess nýttir betur. Of miklar skattaálögur á fyrirtæki og einstaklinga draga úr hagvexti og því eru takmörk sett hversu mikið er hægt að auka skattheimtuna. Því eru líka takmörk sett hvað hægt er að draga mikið saman þjónustu hins opinbera. Með hagræðingu og nýjum hugmyndum um skipulag þjónustunnar er hins vegar hægt að lækka útgjöld ríkisins án þess að skerða lífskjör borgaranna.

Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman nýtt rit um fjármál hins opinbera og tillögur SA til umbóta. Fjallað er um fjárlög ríkisins og umgjörð þeirra. Í einstökum köflum er m.a. fjallað um heilbrigðis- mennta- og velferðarmál auk þess sem fjallað er um málefni sveitarfélaga.


Ritið kemur út miðvikudaginn 16. júní og verður kynnt á morgunverðarfundi SA um nauðsynlegar umbætur á fjármálum hins opinbera.

Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík - Gullteig kl. 8:30-10:00.

Dagskrá fundarins má nálgast hér (PDF)

Samtök atvinnulífsins vilja stuðla að sem mestri samstöðu um áherslur til að ná fram nauðsynlegri lækkun útgjalda með breyttu skipulagi opinberrar þjónustu, þar sem kappkostað er að varðveita gæði hennar. Enginn þáttur hagstjórnarinnar skiptir jafn miklu máli við núverandi aðstæður og jafnvægi í opinberum fjármálum.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

Samtök atvinnulífsins