Efnahagsmál - 

04. júní 2009

Ríkisbankarnir verði útibú erlendra banka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkisbankarnir verði útibú erlendra banka

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur heppilegt fyrir atvinnulífið að íslensku ríkisbankarnir færist í eigu erlendra banka og verði jafnvel útibú frá þeim. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Nauðsynlegt sé að bankarnir geti fjármagnað sig á góðum kjörum og margir erlendir bankar njóti mun betra lánshæfismats heldur en íslenska ríkið.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur heppilegt fyrir atvinnulífið að íslensku ríkisbankarnir færist í eigu erlendra banka og verði jafnvel útibú frá þeim. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Nauðsynlegt sé að bankarnir geti fjármagnað sig á góðum kjörum og margir erlendir bankar njóti mun betra lánshæfismats heldur en íslenska ríkið.

Í frétt blaðsins 4. júní segir Vilhjálmur:"Það skiptir höfuðmáli að íslenskir bankar hafi aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og öruggasta leiðin til þess er að þeir verði í eigu erlendra banka og jafnvel útibú frá þeim í stað þess að vera sjálfstæð fyrirtæki." Hann telur hættu á að bankarnir einangrist á alþjóðavettvangi verði þeir áfram í ríkiseigu.

Endurskipulagning bankanna er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á í stöðugleikaviðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Vilhjálmur segir stjórnvöldum vandinn ljós og þau vinni að því að finna lausn á eignarhaldi bankanna til frambúðar.

Samtök atvinnulífsins