Menntamál - 

05. Júní 2008

Ríkisaðstoð á Íslandi meðal þess lægsta í EES löndum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkisaðstoð á Íslandi meðal þess lægsta í EES löndum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nýlega sent frá sér samanburðarathugun á umfangi ríkisaðstoðar í EFTA löndunum sem aðild eiga að EES-samningnum ásamt samanburði við hliðstæða könnun framkvæmdastjórnar ESB fyrir aðildarríki þess (e. State Aid Scoreboard). Könnunin tekur til ríkisaðstoðar á árinu 2006 en ríkisaðstoð á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu var þá 0,18% og er það í lægri kantinum miðað við önnur EES lönd. Liechtenstein er þó langlægst með 0,03%. Ríkisaðstoð í Noregi var á hinn bóginn 0,37% af landsframleiðslu. Í heild var ríkisaðstoð í ESB-ríkjunum ívið hærri (0,42%) en í EFTA-ríkjunum (0,36%).

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nýlega sent frá sér samanburðarathugun á umfangi ríkisaðstoðar í EFTA löndunum sem aðild eiga að EES-samningnum ásamt samanburði við hliðstæða könnun framkvæmdastjórnar ESB fyrir aðildarríki þess (e. State Aid Scoreboard). Könnunin tekur til ríkisaðstoðar á árinu 2006 en ríkisaðstoð á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu var þá 0,18% og er það í lægri kantinum miðað við önnur EES lönd. Liechtenstein er þó langlægst með 0,03%. Ríkisaðstoð í Noregi var á hinn bóginn 0,37% af landsframleiðslu. Í heild var ríkisaðstoð í ESB-ríkjunum ívið hærri (0,42%) en í EFTA-ríkjunum (0,36%).

Niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér að neðan en samanburðurinn undanskilur ríkisaðstoð til landbúnaðar og sjávarútvegs, enda fellur hann ekki undir eftirlitshlutverk ESA. Upplýsingarnar sem sýndar eru hér á eftir undanskilja einnig ríkisaðstoð við flutningastarfsemi.

Ríkisaðstoð í EES löndum árið 2006

Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð! 

Samsetning ríkisaðstoðar er auk þess ólík þegar horft er til skiptingar hennar eftir markmiðum. Almennt er litið svo á að svonefnd lárétt ríkisaðstoð til stuðnings rannsóknar- og þróunarstarfsemi, til umhverfismála og orkusparnaðar, aðstoð við lítil og meðalstór fyrirtæki o.fl. hafi í för með sér minni röskun á samkeppni en aðstoð við einstakar greinar atvinnulífsins. Á Íslandi var 81% ríkisaðstoðar í formi láréttrar ríkisaðstoðar, einkum til rannsóknar- og þróunarmála (50%), atvinnusköpunar (14%) og byggðaaðstoð (9%). Í Liechtenstein er ríkisaðstoð sem fyrr sagði lítil en þó öll í formi aðstoðar við einstakar atvinnugreinar. Lárétt aðstoð í Noregi er lægra hlutfall en á Íslandi (71%) og jafnframt að stórum hluta byggðaaðstoð, en aðstoð við einstakar atvinnugreinar 29%.

Sjá nánar:

Skýrsla ESA

Samtök atvinnulífsins