Efnahagsmál - 

31. október 2008

Ríki og sveitarfélög haldi áfram framkvæmdum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríki og sveitarfélög haldi áfram framkvæmdum

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur orðið til þess að fyrirtæki hafa neyðst til þess að segja upp fleirum en ella hefði þurft segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Erfiðara sé að fjármagna fyrirtækin en áður. Atvinnurekendur séu ekki að nýta sér dökkar horfur í efnahagslífi. Uppsagnir séu það síðasta sem fyrirtæki grípi til. Áður reyni margir að færa fólk frekar í hlutastörf eða lækka laun. Afar brýnt sé að ríki og sveitarfélög hætti ekki framkvæmdum og viðhaldsverkefnum svo niðursveiflan verði ekki meiri en nauðsynlegt sé.

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur orðið til þess að fyrirtæki hafa neyðst til þess að segja upp fleirum en ella hefði þurft segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Erfiðara sé að fjármagna fyrirtækin en áður. Atvinnurekendur séu ekki að nýta sér dökkar horfur í efnahagslífi. Uppsagnir séu það síðasta sem fyrirtæki grípi til. Áður reyni margir að færa fólk frekar í hlutastörf eða lækka laun. Afar brýnt sé að ríki og sveitarfélög hætti ekki framkvæmdum og viðhaldsverkefnum svo niðursveiflan verði ekki meiri en nauðsynlegt sé.

Sjá nánar:

Frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins