Efnahagsmál - 

28. apríl 2011

Reynt til þrautar að gera kjarasamninga til þriggja ára

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Reynt til þrautar að gera kjarasamninga til þriggja ára

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA, að þeir kjarasamningur sem liggi fyrir í drögum séu mjög dýrir fyrir atvinnulífið. Það sé á mörkunum að fyrirtækin geti staðið við svona miklar launahækkanir nema útlit sé fyrir aukin umsvif og vöxt í efnahagslífinu þannig að Ísland komist út úr kreppunni. Vilmundur segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að reynt verði til þrautar að gera kjarasamninga til þriggja ára áður en skammtímasamningar verði skoðaðir.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA, að þeir kjarasamningur sem liggi fyrir í drögum séu mjög dýrir fyrir atvinnulífið. Það sé á mörkunum að fyrirtækin geti staðið við svona miklar launahækkanir nema útlit sé fyrir aukin umsvif og vöxt í efnahagslífinu þannig að Ísland komist út úr kreppunni. Vilmundur segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að reynt verði til þrautar að gera kjarasamninga til þriggja ára áður en skammtímasamningar verði skoðaðir.

Vilmundur segir þriggja ára samninga sem rætt hefur verið um að gera vera mjög dýra og SA þurfi að sjá fram á að fyrirtækin í landinu hafi möguleika á að greiða umsamdar launahækkanir. Þar af leiðandi þurfi SA vissu fyrir því að atvinnulífið komist af stað á fjölmörgum sviðum svo innistæða verði fyrir hækkun launa.

Vilmundur nefnir  samgöngumál, orkumál og sjávarútvegsmál sem málaflokka sem leiki lykilhlutverk í þeirri atvinnusókn sem sé nauðsynlegt að hefja. Hann vísar því á bug að SA haldi kjarasamningum í gíslingu vegna afstöðu í sjávarútvegsmálum en SA hafa lagt fram tillögur að sátt í sjávarútvegsmálum sem fela í sér viðamiklar breytingar frá núverandi kerfi. Vilmundur segir sjávarútveginn stærsta atvinnuveginn og SA vilji að hann sé hluti af heildarmyndinni.

Vilmundur segir að SA muni reyna til þrautar að ná þriggja ára samningum á næstu dögum. "Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin vilji fá illsku á vinnumarkaðinn," segir hann og bætir við að best sé að bíða með að spá fyrir um verkföll.

Sjá nánar:

Horfa á frétt Stöðvar 2

Hlusta á frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins