Efnahagsmál - 

19. apríl 2011

Reyndir stjórnmálamenn leggi grunn að sátt um stjórn fiskveiða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Reyndir stjórnmálamenn leggi grunn að sátt um stjórn fiskveiða

"Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um deilur um breytingar á stjórn fiskveiða. SA hafa lagt fram tillögur að umfangsmiklum breytingum á fiskveiðikerfinu og óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina um farsæla langtímalausn sem þjóðin, stjórnmálamenn og atvinnugreinin geti sætt sig við. Vilhjálmur segir það sitt mat að lög um stjórnun fiskveiða henti illa til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafi ljáð máls á í vikunni. Vilhjálmur hvetur utanríkisráðherra til að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar.

 "Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um deilur um breytingar á stjórn fiskveiða. SA hafa lagt fram tillögur að umfangsmiklum breytingum á fiskveiðikerfinu og óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina um farsæla langtímalausn sem þjóðin, stjórnmálamenn og atvinnugreinin geti sætt sig við. Vilhjálmur segir það sitt mat að lög um stjórnun fiskveiða henti illa til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafi ljáð máls á í vikunni. Vilhjálmur hvetur  utanríkisráðherra til að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar.

Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að sjö mánuðir eru liðnir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Atvinnurekendur í greininni, sem þrýst er á að skrifi undir 3 ára kjarasamning, eru því engu nær um hvert rekstrarumhverfi þeirra verður næstu árin þar sem hvorki hefur farið fram opin umræða um frumvarpið né efni þess verið kynnt hagsmunaaðilum.

Framkvæmdastjóri SA segir miklu máli skipta að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin nái saman um langtímalausnir. Það sé best fyrir land og þjóð.

Tillögur SA í sjávarútvegsmálum má nálgast hér að neðan ásamt frétt Stöðvar 2 um málið.

Tengt efni:

Sáttatillaga SA í sjávarútvegsmálum felur í sér viðamiklar breytingar

Frétt Stöðvar 2 18. apríl 2011

Samtök atvinnulífsins