Covid-19 - 

16. Mars 2020

Rétt viðbrögð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rétt viðbrögð

Trúið mér - það verður nóg! Það voru lokaorð Mario Draghi, bankastjóra evrópska seðlabankans, í frægri ræðu sem hann hélt í júlí 2012 þegar hann lofaði öllum þeim aðgerðum sem til þurfti til að verja evrusvæðið. Á þeim tíma höfðu stýrivextir í Evrópu verið lækkaðir í núll, rúmlega fjórum árum eftir að alþjóða fjármálakreppan hófst. Þrátt fyrir yfirlýsingu Mario Draghi var það þó ekki fyrr en í mars 2015 sem evrópski seðlabankinn hóf magnbundna íhlutun (e. quantitive easing).

Trúið mér - það verður nóg! Það voru lokaorð Mario Draghi, bankastjóra evrópska seðlabankans, í frægri ræðu sem hann hélt í júlí 2012 þegar hann lofaði öllum þeim aðgerðum sem til þurfti til að verja evrusvæðið. Á þeim tíma höfðu stýrivextir í Evrópu verið lækkaðir í núll, rúmlega fjórum árum eftir að alþjóða fjármálakreppan hófst. Þrátt fyrir yfirlýsingu Mario Draghi var það þó ekki fyrr en í mars 2015 sem evrópski seðlabankinn hóf magnbundna íhlutun (e. quantitive easing).

Bandaríski Seðlabankinn með Ben Bernanke í framlínunni, brást skjótar við. Stýrivextir lækkuðu niður í núll strax árið 2008 og á sama tíma var farið í magnbundna íhlutun til að ná langtímavöxtum enn frekar niður og auka lausafé í fjármálakerfinu. Viðsnúningur á evrusvæðinu eftir fjármálakreppuna var mun hægari en í Bandaríkjunum og hefur evrópski seðlabankinn sætt gagnrýni fyrir að bregðast of seint við.

Sú óvissa sem nú er uppi vegna COVID-19 og viðbrögð á mörkuðum hérlendis og erlendis minna óneitanlega á fjármálahrunið, þó að núverandi krísa sé allt annars eðlis. Við vitum að efnahagslegu áhrifin vegna útbreiðslu veirunnar verða neikvæð, við vitum að þau verða víðtæk og við vitum að þau munu vara í einhvern tíma. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að aðlögun hefjist um mitt árið, þær svartsýnustu að áhrifin muni vara út árið 2020 hið minnsta.

Undirstöður í íslensku efnahagslífi eru sterkar, stjórnvöld og Seðlabankinn leika nú veigamikið hlutverk við að milda áhrifin eins mikið og unnt er, lágmarka tjónið, forða fyrirtækjum frá gjaldþroti og standa vörð um störfin í landinu. Stjórnvöld og Seðlabankinn stigu mikilvæg skref í vikunni, aðgerðir sem eru til þess fallnar að styðja við íslenskt efnahagslíf. Óvissan er hins vegar enn mikil. Skjót viðbrögð og skýr skilaboð frá hagstjórnaraðilum skipta höfuðmáli á stundum sem þessum. Sviðsmyndir breytast daglega.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 12.mars 2020.

Samtök atvinnulífsins