Efnahagsmál - 

27. október 2005

Rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja óviðunandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja óviðunandi

Á aðalfundi LÍU, sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna, að staðan í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í dag væri óviðunandi, sem rekja mætti fyrst og fremst til styrkingar íslensku krónunnar. „Ég hef mikið velt því fyrir mér á undanförnum mánuðum hvað sé eiginlega að gerast á gjaldeyrismarkaði. Mér finnst málin liggja þannig að Seðlabanki Íslands hækkar vexti, eina ráðið að sagt er, til að halda aftur af verðbólgu, verðbólgu sem hefur verið drifin áfram af annars vegar utanaðkomandi aðstæðum og hins vegar heimatilbúnum,” sagði Björgólfur. „Heimatilbúnar aðstæður kalla ég hækkun á verði fasteigna sem fyrst og fremst má rekja til ákvarðana um hækkun lánshlutfalls og lækkun vaxta hjá Íbúðalánasjóði. Erlendir aðilar koma svo með fé og nýta sér háa vexti með tilheyrandi afleiðingum.” Sjá nánar ræðu Björgólfs á vef LÍÚ.

Á aðalfundi LÍU, sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna, að staðan í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í dag væri óviðunandi, sem rekja mætti fyrst og fremst til styrkingar íslensku krónunnar. „Ég hef mikið velt því fyrir mér á undanförnum mánuðum hvað sé eiginlega að gerast á gjaldeyrismarkaði. Mér finnst málin liggja þannig að Seðlabanki Íslands hækkar vexti, eina ráðið að sagt er, til að halda aftur af verðbólgu, verðbólgu sem hefur verið drifin áfram af annars vegar utanaðkomandi aðstæðum og hins vegar heimatilbúnum,” sagði Björgólfur. „Heimatilbúnar aðstæður kalla ég hækkun á verði fasteigna sem fyrst og fremst má rekja til ákvarðana um hækkun lánshlutfalls og lækkun vaxta hjá Íbúðalánasjóði. Erlendir aðilar koma svo með fé og nýta sér háa vexti með tilheyrandi afleiðingum.” Sjá nánar ræðu Björgólfs á vef LÍÚ.

Samtök atvinnulífsins