Raunstýrivextir hærri hérlendis
Undanfarna daga hafa evrópski og norski seðlabankinn lækkað stýrivexti sína, um 0,25% og um 0,5%. Vaxtalækkanir í Evrópu hafa enn aukið þann mikla vaxtamun sem þegar er til staðar milli Íslands og helstu viðskiptalanda. Stýrirvextir hérlendis eru meðal þeirra hæstu í Evrópu, en verðbólga er nú með því lægsta sem gerist í álfunni.
Væru ennþá hærri hér ef horft væri til skemmri tíma en 4
ára
Samkvæmt Seðlabanka Íslands eru raunstýrivextir nú um 2,75%.
Nafnvextirnir eru 5,3% og er því miðað við 2,5% verðbólgu við
útreikning raunvaxtanna. Seðlabankinn hefur einnig reiknað
raunvexti sína á grundvelli fjögurra ára verðbólguálags ríkisbréfa.
Sé miðað við verðbólguálag til skemmri tíma eru raunstýrivextir
hins vegar nokkuð hærri. Miðað við þriggja ára verðbólguálag eru
raunstýrivextir 3,0%, og 3,1% ef miðað er við tveggja ára
verðbólguálag. Raunstýrivextir eru enn hærri ef miðað er við
skammtíma verðbólguvæntingar. Miðað við 12 mánaða verðbólguálag eru
raunstýrirvextirnir enn hærri eða 3,9%. Sjá meðfylgjandi töflu.
Verðbólguálag |
Raunstýrivextir |
|
Verðbólgumarkmið |
2,5% |
2,75% |
Verðbólguspá ársins |
2,1% |
3,1% |
Verðbólguálag til 1 árs |
1,3% |
3,9% |
Verðbólguálag til 2 ára |
2,1% |
3,0% |
Verðbólguálag til 3 ára |
2,2% |
3,1% |
Verðbólguálag til 4 ára |
2,6% |
2,6% |
Raunstýrivextir hærri hérlendis
Verðbólguvæntingarnar eru talsvert meiri til lengri tíma en
skemmri. Þrátt fyrir að miðað sé við fjögurra ára verðbólguálag
ríkisbréfa, líkt og Seðlabankinn hefur gert, eru raunstýrivextir
mun hærri hérlendis en í viðskiptalöndunum. Þeir eru um 2,6%
hérlendis, en um 2,2% í Svíþjóð, 2,3% í Noregi, 1,8% í Bretlandi og
1,2% á evrusvæðinu.