Efnahagsmál - 

07. mars 2002

„Rauða strikið“ heldur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

„Rauða strikið“ heldur

Í könnun Samtaka atvinnulífsins í kringum mánaðamótin febrúar/mars voru forsvarsmenn fyrirtækja spurðir um verðlagsmarkmiðið í maí. Spurningin var svohljóðandi:

Í könnun Samtaka atvinnulífsins í kringum mánaðamótin febrúar/mars voru forsvarsmenn fyrirtækja spurðir um verðlagsmarkmiðið í maí. Spurningin var svohljóðandi:

,,Samkvæmt samningi SA og ASÍ frá 13. desember sl. munu forsendur kjarasamninga standast ef vísitala neysluverðs verður ekki hærri en 222,5 í maí. Í febrúar sl. mældist vísitalan 220,9. Til þess að þetta markmið samningsaðila náist má vísitalan ekki hækka um meira en 0,7% samtals í næstu þremur mælingum. Telur þú að markmiðið náist?"

(smellið á myndina)

Verðlagsmarkmiðið næst
Ríflega þrír fjórðu svarenda játtu þessu en tæpur fjórðungur taldi að markmiðið myndi ekki nást. Ekki mátti merkja mun á svörum eftir atvinnugreinum eða landssvæðum.  Þess má geta að greiningardeildir bankanna spá nú um 0,1-0,2% hækkun vísitölunnar í mars. Ef sú spá rætist og verðhækkanir halda áfram með svipuðum hraða verður maívísitalan á eða undir strikinu.

Reikna með 5,5% verðbólgu 2002
Ennfremur voru svarendur spurðir hvað þeir teldu að verðbólgan yrði mikil á árinu 2002. Að meðaltali telja forsvarsmenn fyrirtækjanna að verðbólgan verði 5,5% á árinu. Helmingur nefndi tölur á bilinu 4-6%. Samkvæmt þessari könnun búast stjórnendur fyrirtækja nú við heldur minni verðbólgu á árinu en almenningur gerði í janúar, í könnun sem gerð var fyrir Seðlabankann. Að meðaltali bjuggust svarendur í könnun bankans við 6,5% verðbólgu á árinu, en flestir væntu 6% verðbólgu. Miklu minni verðbólguvæntingar, eða um 3%, má aftur á móti lesa úr mun á ávöxtunarkröfu verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til eins árs eða svo.  Í Peningamálum í febrúar spáði Seðlabankinn 3% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Aðrar opinberar spár eru á bilinu 3,5-4,9%.

Um þrettán hundruð aðildarfyrirtæki SA fengu spurningar í netpósti. Svör bárust frá 334 og er svarhlutfall því um 25%.

Samtök atvinnulífsins