Efnahagsmál - 

27. Janúar 2006

Raforkuvæðing og stóriðja: Fyrsti hátækniiðnaðurinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Raforkuvæðing og stóriðja: Fyrsti hátækniiðnaðurinn

Ágúst Valfells, lektor við Háskólann í Reykjavík, fjallaði um þátt orku- og álvinnslu við hátæknistörf og þekkingariðnað á Íslandi, í erindi á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland. Fjallaði hann um þróun íslenks samfélags frá einæfu bændasamfélagi til fjölbreytts þekkingarsamfélags á eitt hundrað árum og velti fyrir sér hvernig sú þróun hefði orðið.

Ágúst Valfells, lektor við Háskólann í Reykjavík, fjallaði um þátt orku- og álvinnslu við hátæknistörf og þekkingariðnað á Íslandi, í erindi á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland. Fjallaði hann um þróun íslenks samfélags frá einæfu bændasamfélagi til fjölbreytts þekkingarsamfélags á eitt hundrað árum og velti fyrir sér hvernig sú þróun hefði orðið.

Hátækni verður ekki til í tómarúmi

Ágúst lagði áherslu á það að hátækni yrði ekki til í tómarúmi heldur skiptu þar lykilmáli jarðvegur gróskumikils atvinnulíf, menntaður og skapandi mannafli og að einhverju leyti stuðningur stjórnvalda. Gróskumikið atvinnulíf þýðir atvinnutækifæri, rannsóknir og þróun og bolmagn til framkvæmda, en allt eru þetta forsendur fyrir þróun hátæknistarfa.

Raforkuvæðing og stóriðja: Fyrsti hátækniiðnaðurinn

Ágúst fjallaði um þróun íslensks atvinnulífs á liðinni öld og sagði stóriðju hafa verið forsendu raforkuvæðingar. Virkjanir á eftir Búrfellsvirkjun voru þannig hannaðar af Íslendingum, og uppbyggingin, viðhald og þjónusta allar götur síðan. Virkjun raforku og álframleiðsla væru þannig fyrstu hátækniiðnaðurinn á Íslandi. Ágúst sagði hitaveituvæðinguna dæmi um öfluga sérhæfða innlenda þekkingu og lagði hann áherslu á að öflugur en "orkugrannur" hátækni- og þekkingariðnaður í aldarlok sprytti að miklu leyti upp úr þeim jarðvegi sem virkjanir og álframleiðsla hefðu átt stóran þátt í að móta. Hátækni yrði ekki til í tómarúmi.

Þekkingarstörf

Ágúst sýndi dæmi um hvernig fjöldi nemenda í verk- og tæknifræði, stærðfræði og náttúruvísindum hefur aukist í takt við aukna framleiðslu á raforku síðustu áratugi. Hann fjallaði um gríðarlegt mikilvægi orku- og álframleiðslunnar fyrir þennan hóp og nefndi sem dæmi að Landsvirkjun hefði á árunum 2000 til 2004 keypt rannsóknar- og hönnunarþjónustu fyrir tæpa tvo milljarða króna á ári. Að lokinni uppbyggingu tækju við ýmiss konar þjónustustörf og frekari rannsóknir sem sköpuðu jafnframt þekkingu sem nýttist í öðrum greinum. Loks fjallaði Ágúst um tækifæri í orkugeiranum, möguleika á aukinni framleiðni o.fl.

Sjá glærur Ágústs Valfells.

Samtök atvinnulífsins