Vinnumarkaður - 

18. desember 2003

Rafiðnaðarmenn kynna kröfugerð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rafiðnaðarmenn kynna kröfugerð

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hefur kynnt kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Þar lýsir RSÍ sig reiðubúið til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var 1990 með sameiginlegu átaki samtaka atvinnurekenda og launamanna, en leggur áherslu á að tengja verði samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum.

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hefur kynnt kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Þar lýsir RSÍ sig reiðubúið til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var 1990 með sameiginlegu átaki samtaka atvinnurekenda og launamanna, en leggur áherslu á að tengja verði samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum.
 

Þá telur RSÍ meðal annars þörf á að endurskoða og bæta skráningu á réttindum erlendra rafiðnaðarmanna og tryggja að þeir geti ekki hafið störf fyrr en að staðfesting hafi fengist að starfsréttindi þeirra séu sambærileg því sem krafist er af innlendum rafiðnaðarmönnum. Tryggja þurfi að erlendir rafiðnaðarmenn búi við sömu kjör og tíðkast í viðkomandi starfi. Lágmarkslaun verði kr. 170.000 fyrir rafiðnaðarmann með sveinspróf, en kr. 215.000 fyrir sveina með þriggja ára starfsreynslu. Launahækkun á ári skili 2-3% kaupmáttaraukningu.

Rafiðnaðarmenn telja að miðað við óvissu í efnahagslegri þróun og þróun á evrópskum vinnumarkaði sé eðlilegt að samið sé til 20-24 mánaða, en loka ekki fyrir möguleikann á lengri samningi. Þá gera rafiðnaðarmenn m.a. kröfu um að lífeyrisréttindi verði samræmd við réttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Sjá helstu atriði kröfugerðarinnar á vef Rafiðnaðarsambandsins.

Samtök atvinnulífsins