Efnahagsmál - 

28. Oktober 2009

Rætt við ríkisstjórnina í næstu viku

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rætt við ríkisstjórnina í næstu viku

Samtök atvinnulífsins munu ræða við ríkisstjórnina um framgang stöðugleikasáttmálans í byrjun næstu viku. Ágreiningur er á milli aðila í skattamálum en í gær var búið að semja um þau. Síðdegis dró ríkisstjórnin hins vegar til baka það sem um hafði verið samið og lagði til nýjar leiðir. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að engin sátt hafi verið í röðum SA um útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum en þrátt fyrir það hafi SA ákveðið að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga.

Samtök atvinnulífsins munu ræða við ríkisstjórnina um framgang stöðugleikasáttmálans í byrjun næstu viku. Ágreiningur er á milli aðila í skattamálum en í gær var búið að semja um þau. Síðdegis dró ríkisstjórnin hins vegar til baka það sem um hafði verið samið og lagði til nýjar leiðir. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að engin sátt hafi verið í röðum SA um útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum en þrátt fyrir það hafi SA ákveðið að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga.

"Það var allt annað á hreinu og við vonumst enn til að geta komið þessu máli í farsælan farveg," segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is og bætir við að það hafi ekki átt að bitna á viðsemjendunum, ASÍ, þó eitt atriði stæði út af borðinu. Meðal þess sem klárað var í gærkvöldi voru atvinnumál, atvinnuleysistryggingar, sjávarútvegsmál, galdeyrismál og vaxtamál. Í frétt mbl.is segir ennfremur:

"Af einstökum framkvæmdum má nefna byggingu álvers í Helguvík. Vilhjálmur segir það mál komið í farveg sem sátt er um. Hann vill hins vegar ekki fara efnislega í niðurstöðurnar á þessari stundu, né önnur. Einnig var rætt um persónuafslátt, sem ekki stóð til að hækka. Vilhjálmur segir að niðurstaða hafi fengist í það mál einnig. Hún verði kynnt síðar."

Rætt var við Vilhjálm Egilsson og Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málið í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Þar sagði Vilhjálmur m.a. meginmarkmið aðila að koma Íslandi út úr kreppunni á næsta ári - skapa þannig aðstæður að fyrirtæki geti farið að fjárfesta og fólk fái vinnu. Viðtalið má nálgast hér að neðan:

Smellið hér til að hlusta

Sjá einnig:

Frétt SA um framlengingu kjarasamninga 27.10. 2009

Samtök atvinnulífsins