Vinnumarkaður - 

26. Janúar 2007

Rætt um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rætt um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Rannsóknarþjónustan Sýni standa fyrir námstefnu þann 31. janúar undir yfirskriftinni ,,Öryggi og heilbrigði á vinnustað - Hagur allra". Markmið námstefnunnar er að fylgja eftir nýrri reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs í fyrirtækjum. Samkvæmt reglugerðinni ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum.

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Rannsóknarþjónustan Sýni standa fyrir námstefnu þann 31. janúar undir yfirskriftinni ,,Öryggi og heilbrigði á vinnustað - Hagur allra". Markmið námstefnunnar er að fylgja eftir nýrri reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs í fyrirtækjum. Samkvæmt reglugerðinni ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum.

Leitað verður svara við því hvort fyrirtæki sem búa vel að starfsmönnum sínum geti vænst meiri hagnaðar. Á námstefnunni verður fjallað um þessi mál frá mismunandi hliðum og bent verður á aðferðir sem atvinnurekendur geta notað við að framkvæma þessa vinnu.

Glærur Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra SA:

Veikindafjarvistir og starfsmannavelta í íslenskum fyrirtækjum 2002-2005

Yfirlit yfir önnur erindi er að finna á vef VST

Samtök atvinnulífsins