Menntamál - 

30. apríl 2007

Rætt um Nýjan framhaldsskóla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Rætt um Nýjan framhaldsskóla

Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla heldur félagsfund um Nýjan framhaldsskóla 3. maí næstkomandi. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og áherslum í skýrslu starfsnámsnefndar um Nýjan framhaldsskóla og stöðu málsins. Þá munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og menntastofnana sem eiga aðild að Mennt gera grein fyrir sínum viðhorfum og áherslum. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna gera í lok fundarins grein fyrir viðhorfum flokkanna til þeirra meginsjónarmiða sem fram koma í tillögunum um Nýjan framhaldsskóla og með hvaða hætti þeir munu beita sér í því máli í eða utan næstu ríkisstjórnar. Sjá nánar á vef Menntar

Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla heldur félagsfund um Nýjan framhaldsskóla 3. maí næstkomandi. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og áherslum í skýrslu starfsnámsnefndar um Nýjan framhaldsskóla og stöðu málsins. Þá munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og menntastofnana sem eiga aðild að Mennt gera grein fyrir sínum viðhorfum og áherslum. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna gera í lok fundarins grein fyrir viðhorfum flokkanna til þeirra meginsjónarmiða sem fram koma í tillögunum um Nýjan framhaldsskóla og með hvaða hætti þeir munu beita sér í því máli í eða utan næstu ríkisstjórnar. Sjá nánar á vef Menntar

 

Samtök atvinnulífsins