Efnahagsmál - 

03. október 2008

Ræddu viðbrögð ESB við fjármálakreppu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ræddu viðbrögð ESB við fjármálakreppu

Forysta SA hefur lokið viðræðum í Brussel við sérfræðinga ESB og forystu evrópsks atvinnulífs. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar hafi gengið vel en mikill tími hafi farið í að skoða þá stöðu sem nú er uppi í fjármálakerfinu. "Það eru allir að tala um hana og hvað ESB ætlar að gera í henni."

Forysta SA hefur lokið viðræðum í Brussel við sérfræðinga ESB og forystu evrópsks atvinnulífs. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar hafi gengið vel en mikill tími hafi farið í að skoða þá stöðu sem nú er uppi í fjármálakerfinu. "Það eru allir að tala um hana og hvað ESB ætlar að gera í henni."

Vilhjálmur segir að í umræðunum hafi verið farið yfir vítt svið en þær hafi dýpkað þekkingu forystu SA á ESB, hvert það er að þróast og um hvað aðild að sambandinu myndi snúast. "Þetta skiptir mjög miklu máli, bæði til lengri tíma og skemmri tíma litið. Við höfum lært heilmikið í sambandi við fjármálakreppuna sem við erum að glíma við núna og hvernig ESB glímir við þessa sömu kreppu."

Samtök atvinnulífsins