Efnahagsmál - 

10. júní 2009

Ræddu stöðu efnahagsmála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ræddu stöðu efnahagsmála

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ræddu stöðu efnahagsmála í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Þar sagði Vilhjálmur forgangsmál að halda fyrirtækjunum í landinu gangandi og skapa þeim þannig umhverfi að þau þori að fjárfesta, byggja upp og ráða fólk í vinnu. Verðmætasköpunin verði að halda áfram.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ræddu stöðu efnahagsmála í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Þar sagði Vilhjálmur forgangsmál að halda fyrirtækjunum í landinu gangandi og skapa þeim þannig umhverfi að þau þori að fjárfesta, byggja upp og ráða fólk í vinnu. Verðmætasköpunin verði að halda áfram.

Vilhjálmur segir stjórnvalda bíða risaverkefni við nauðsynlega tiltekt í ríkisfjármálunum. Lækka verði vexti því ekki sé hægt að reka fyrirtæki á Íslandi með svo háa vexti í landinu. Þá hafi gjaldeyrishöft og samspil þeirra við vextina haft skaðleg áhrif á útflutning sem hafi ekki aukist nægilega.

Vilhjálmur segir brýnt að stokka bankakerfið upp með aðkomu erlendra aðila til að veita erlendu fjármagni á ný inn í íslenskt atvinnulíf. Skortur á því sé farinn að bitna óþyrmilega á almennum og opinberum fyrirtækjum. Kveikja þurfi ljós í atvinnulífinu hjá fyrirtækjum og starfsfólki en of hægt hafi verið brugðist við þeim vanda sem við er að eiga.

Smellið hér til að hlusta á viðtalið í heild

Samtök atvinnulífsins