Efnahagsmál - 

29. Apríl 2003

Ræða forsætisráðherra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ræða forsætisráðherra

Hagstjórn á Íslandi verður viðkvæm og flókin á næstu misserum og árum, sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann sagði stefnufestu og öryggis þörf jafnt á vettvangi ríkisvaldsins sem og hjá forráðamönnum atvinnulífs og launþega samtaka á landsvísu. Ef vel til tækist myndum við sjá áður óþekktar kjarabætur ganga til fólksins í landinu og trausta afkomu fyrirtækja. Ef illa yrði úr spilað gæti þróunin orðið önnur og lakari.

Hagstjórn á Íslandi verður viðkvæm og flókin á næstu misserum og árum, sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann sagði stefnufestu og öryggis þörf jafnt á vettvangi ríkisvaldsins sem og hjá forráðamönnum atvinnulífs og launþega samtaka á landsvísu. Ef vel til tækist myndum við sjá áður óþekktar kjarabætur ganga til fólksins í landinu og trausta afkomu fyrirtækja. Ef illa yrði úr spilað gæti þróunin orðið önnur og lakari.

Davíð ræddi um stöðugleikann sem hér hefur ríkt og þakkaði aðilum vinnumarkaðarins fyrir þeirra þátt í honum. Sagði hann atbeina aðila vinnumarkaðarins jafnframt oft hafa haft mikil og góð áhrif á lagasetningu og þakkaði það, en að þeir mættu þó ekki ofmetnast og minnti á að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar hlytu að eiga síðasta orðið. Hann sagði menn nú sem betur fer horfa til framsækinna kjarasamninga, þar sem samspil launa, skatta og framganga ríkis og löggjafarvalds gæti haft mikla þýðingu. Öllum væri orðið ljóst að 30 - 40 prósent kauphækkun á ári muni aldrei gera nokkrum manni gagn heldur þvert á móti.

Þá fjallaði Davíð um ágæti aflamarkskerfisins og þann stöðugleika sem það stuðlaði að. Hann varaði við fyrningarleið í sjávarútvegi og áhrifum hennar á byggðir landsins. Loks fjallaði Davíð um sjávarútvegsstefnu ESB og um ókosti þess fyrir Ísland að taka upp evruna. 

Sjá ræðu Davíðs á vef forsætisráðuneytisins.

Samtök atvinnulífsins