Efnahagsmál - 

31. Oktober 2008

Ræða formanns LÍÚ á aðalfundi samtakanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ræða formanns LÍÚ á aðalfundi samtakanna

Aðalfundur LÍU stendur nú yfir. Í ræðu fráfarandi formanns samtakanna, Björgólfs Jóhannsonar, sagðist hann vera algerlega ósammála þeim sjónarmiðum að Íslandi sé fyrir bestu að gerast aðili að Evrópusambandinu. Björgólfur sagði mikilvægt að útvegsmenn og konur þjappi sér saman á erfiðum tímum og leggi sitt af mörkum við markvissa enduruppbyggingu íslensks efnahagslífs. Hann sagðist bjartsýnn á að leið fyndist út úr erfiðleikunum á tiltölulega stuttum tíma - reynslan hafi sýnt að íslenska hagkerfið sé mjög sveigjanlegt og fljótt að bregðast við í djúpum niðursveiflum.

Aðalfundur LÍU stendur nú yfir. Í ræðu fráfarandi formanns samtakanna, Björgólfs Jóhannsonar, sagðist hann vera algerlega ósammála þeim sjónarmiðum að Íslandi sé fyrir bestu að gerast aðili að Evrópusambandinu. Björgólfur sagði mikilvægt að útvegsmenn og konur þjappi sér saman á erfiðum tímum og leggi sitt af mörkum við markvissa enduruppbyggingu íslensks efnahagslífs. Hann sagðist  bjartsýnn á að leið fyndist út úr erfiðleikunum á tiltölulega stuttum tíma - reynslan hafi sýnt að íslenska hagkerfið sé mjög sveigjanlegt og fljótt að bregðast við í djúpum niðursveiflum.

Björgólfur kom víða við í ræðu sinni en samantekt úr henni má nálgast á vef LÍU og eins ræðuna í heild.

Samantekt úr ræðu Björgólfs

Ræða Björgólfs í heild (Word-skjal)

Samtök atvinnulífsins