Efnahagsmál - 

25. Oktober 2007

Ræða formanns LÍÚ á aðalfundi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ræða formanns LÍÚ á aðalfundi

Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna hófst á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ setti fundinn og sagði m.a. í ræðu sinni: "Þegar horft er til framtíðar eigum við tvo kosti varðandi íslenskan sjávarútveg. Við getum haldið áfram á sömu braut í átt til aukinnar miðstýringar með sértækum aðgerðum, sértækri skattlagningu, tilfærslum aflaheimilda og mismunun þar til í öngstræti er komið og sjávarútvegur verður byrði á samfélaginu. Hinn kosturinn er að skapa sjávarútveginum það almenna umhverfi að hann geti eflst og dafnað á eigin forsendum og sótt fram til nýsköpunar að eigin frumkvæði og lagt drjúgan skerf til samfélagsins. Ráðamenn þjóðarinnar eiga þessa tvo valkosti. Í mínum huga er valið auðvelt."

Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna hófst á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ setti fundinn og sagði m.a. í ræðu sinni: "Þegar horft er til framtíðar eigum við tvo kosti varðandi íslenskan sjávarútveg. Við getum haldið áfram á sömu braut í átt til aukinnar miðstýringar með sértækum aðgerðum, sértækri skattlagningu, tilfærslum aflaheimilda og mismunun þar til í öngstræti er komið og sjávarútvegur verður byrði á samfélaginu. Hinn kosturinn er að skapa sjávarútveginum það almenna umhverfi að hann geti eflst og dafnað á eigin forsendum og sótt fram til nýsköpunar að eigin frumkvæði og lagt drjúgan skerf til samfélagsins. Ráðamenn þjóðarinnar eiga þessa tvo valkosti. Í mínum huga er valið auðvelt."

Sjá nánar: Ræða Björgólfs og dagskrá aðalfundarins á vef LÍÚ

Samtök atvinnulífsins