Ráðstefna um rýrnun í verslunum

SVÞ efna til ráðstefnu undir heitinu Öryggi í verslunum - Skilvirkar leiðir til að koma í veg fyrir rýrnun þann 10. febrúar nk. kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík. Meðal frummælenda verða Thor Martin Bjerke, sem er virtur sérfræðingur á sviði öryggis- og  rýrnunarmála í Noregi og danskur sérfræðingur frá Securitas.

Á ráðstefnunni verða kynntar skilvirkustu aðgerðir til að koma í veg fyrir rýrnun. Forvarnarverkefnið Varnir gegn vágestum sem SVÞ reka verður kynnt, fulltrúi lögreglunnar fjallar um samskipti verslana og lögreglu og farið verður yfir val á öryggisbúnaði og nýjungar á því sviði. Þá mun fulltrúi Persónuverndar fjalla um heimildir til skráningu upplýsinga í öryggisskyni.

Árlega á fórða milljarð króna
Samkvæmt fréttapósti SVÞ er gert ráð fyrir að árleg rýrnun í íslenskum verslunum sé á fjórða milljarð króna, eða um 1,75% af veltu án vsk. Þess vegna sé til mikils að vinna að minnka þetta tap.


Sjá nánar í fréttapósti SVÞ.