Vinnumarkaður - 

23. Nóvember 2009

Ráðstefna um menntun á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ráðstefna um menntun á vinnumarkaði

Í stað hefðbundins ársfundar 2009 mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB halda ráðstefnu undir heitinu "Úrræði til árangurs" dagana 26. og 27. nóvember á Hótel Nordica. Á ráðstefnunni verða rædd möguleg úrræði til að bregðast nú þegar við því ástandi sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði ásamt því sem fjallað verður um menntun á vinnumarkaði til frambúðar.

Í stað hefðbundins ársfundar 2009 mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB halda ráðstefnu undir heitinu "Úrræði til árangurs" dagana 26. og 27. nóvember á Hótel Nordica. Á ráðstefnunni verða rædd möguleg úrræði til að bregðast nú þegar við því ástandi sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði ásamt því sem fjallað verður um menntun á vinnumarkaði til frambúðar.

Dagskrá og allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Ráðstefnustjóri er Guðrún Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og varaformaður stjórnar FA.

Sjá nánar:

Upplýsingar og skráning á vef FA

Samtök atvinnulífsins