Fréttir - 

16. September 2009

Ráðist verði í umbætur á fjármálamörkuðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ráðist verði í umbætur á fjármálamörkuðum

Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) kalla eftir víðtækri og samræmdri endurskipulagningu á starfsumhverfi fjármálamarkaða. Telja samtökin að bæta verði fjármálaeftirlit á heimsvísu, auka gagnsæi og bæta áhættustýringu. Þetta kemur fram í bréfi Jurgen Thumann, forseta BUSINESSEUROPE, til Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Evrópusamtök atvinnulífsins segja aðgang fyrirtækja að fjármagni enn takmarkaðan og úr því verði að bæta sem allra fyrst til að koma atvinnulífinu í gang.

Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) kalla eftir víðtækri og samræmdri endurskipulagningu á starfsumhverfi fjármálamarkaða. Telja samtökin að bæta verði fjármálaeftirlit á heimsvísu, auka gagnsæi og bæta áhættustýringu. Þetta kemur fram í bréfi Jurgen Thumann, forseta BUSINESSEUROPE, til Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Evrópusamtök atvinnulífsins segja aðgang fyrirtækja að fjármagni enn takmarkaðan og úr því verði að bæta sem allra fyrst til að koma atvinnulífinu í gang.

Tilefni bréfsins er að kynna helstu áherslumál BUSINESSEUROPE fyrir fund ráðherraráðs ESB á morgun. Þar mun ráðherraráðið stilla saman strengi evrópskra þátttakenda á fundi G-20 ríkjanna sem fram fer  í Pittsburgh 24.-25. september næstkomandi.

BUSINESSEUROPE hvetja til þess að ráðist verði í samræmdar aðgerðir þannig að ekki verði marktækur munur á regluverki einstakra landa sem ná til fjármálastarfsemi. Þá beina samtökin því til ESB að reglur verði settar til að koma í veg fyrir að ríkisstyrkir verði notaðir til að draga úr alþjóðlegri samkeppni og fyrirtækjum á heimamarkaði verði hyglt. Samtökin segja stórfelldar aðgerðir stjórnvalda víða um heim og innspýting fjármagns í hagkerfi hafi boðið hættunni á misnotkun ríkisstyrkja heim.

Forseti BUSINESSEUROPE beinir því jafnframt til ESB að leggja áherslu á að hefja nú DOHA viðræðurnar um niðurfærslu á tollum og viðskiptahindrunum á heimsvísu. Þá leggja samtökin þunga áherslu á mikilvægi þess að ESB beiti sér fyrir viðunandi samningsniðurstöðu á Kaupmannahafnarfundinum um loftslagsbreytingar.

Sjá nánar:

Bréf BUSINESSEUROPE til Barroso (PDF)

Samtök atvinnulífsins eiga aðild að BUSINESSEUROPE sem eru málsvari meira en  20 milljón fyrirtækja í löndum.

Samtök atvinnulífsins