Fréttir - 

27. Apríl 2016

Peningastefna Seðlabanka Íslands í þrot?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Peningastefna Seðlabanka Íslands í þrot?

„Það er einn stór fíll í þessu herbergi og það er Seðlabanki Íslands.“ Þetta sagði Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir á Ársfundi atvinnulífsins sem fór nýlega fram undir yfirskriftinni Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Heiðar er ekki bjartsýnn á peningastefnu bankans. Hann segir tilraun standa yfir sem muni fara í þrot eins og fyrri tilraunir sem aðalhagfræðingar bankans beri ábyrgð á.

„Það er einn stór fíll í þessu herbergi og það er Seðlabanki Íslands.“ Þetta sagði Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir á Ársfundi atvinnulífsins sem fór nýlega fram undir yfirskriftinni Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Heiðar er ekki bjartsýnn á peningastefnu bankans. Hann segir tilraun standa yfir sem muni fara í þrot eins og fyrri tilraunir sem aðalhagfræðingar bankans beri ábyrgð á.

Heiðar var ekki einn um að gagnrýna Seðlabankann en fjölbreyttur hópur stjórnenda lagði orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið á fundinum auk Heiðars, þau Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor, Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, Björg Ingadóttir fatahönnuður í Spakmannsspjörum, Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins og Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN.

Sjáðu hvað þau sögðu um hagstjórn Íslands ...
undefined

Þetta höfðu þau að segja um gjaldmiðilinn ...

undefined

Og svona er draumastarfsumhverfið  ...

undefined

Hægt er að horfa á Ársfund atvinnulífsins 2016 í heild í Sjónvarpi atvinnulífsins

undefined

 

Samtök atvinnulífsins