Efnahagsmál - 

12. Mars 2009

Óvönduð vinnubrögð við gerð stjórnarfrumvarpa

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óvönduð vinnubrögð við gerð stjórnarfrumvarpa

Mikill fjöldi stjórnarfrumvarpa sem varða atvinnulífið liggur fyrir þinginu til hraðrar afgreiðslu. Í flestum tilvikum hefur ekki verið nægilega vel vandað við undirbúning þeirra og samráð við atvinnulífið verið lítið. Þetta gengur þvert á opinbera stefnu stjórnvalda um vandaðan undirbúning og samráð við gerð stjórnarfrumvarpa. Ónóg umræða um áhrif þeirra breytinga sem í frumvörpunum felast, kosti þeirra og galla, valda hættu á því að löggjöfin verði óvönduð og hafi ýmsar ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Mikill fjöldi stjórnarfrumvarpa sem varða atvinnulífið liggur fyrir þinginu til hraðrar afgreiðslu. Í flestum tilvikum hefur ekki verið nægilega vel vandað við undirbúning þeirra og samráð við atvinnulífið verið lítið. Þetta gengur þvert á opinbera stefnu stjórnvalda um vandaðan undirbúning og samráð við gerð stjórnarfrumvarpa. Ónóg umræða um áhrif þeirra breytinga sem í frumvörpunum felast, kosti þeirra og galla, valda hættu á því að löggjöfin verði óvönduð og hafi ýmsar ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Á vef SA má finna fjölda umsagna samtakanna um þingmál, m.a. um bókhald og ársreikninga, hlutafélög, náttúruvernd, ábyrgðarmenn, greiðsluaðlögun, eftirlaun forseta o.fl., útgreiðslu séreignarsparnaðar og matvælalöggjöf ESB.

Sjá nánar á umsagnasíðu SA

Samtök atvinnulífsins