Efnahagsmál - 

12. maí 2009

Óvissa um kvótann kippir stoðunum undan sjávarútvegsfyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óvissa um kvótann kippir stoðunum undan sjávarútvegsfyrirtækjum

Ríkisbankarnir hafa yfirtekið fjögur stór fyrirtæki vegna mikilla rekstrarerfiðleika síðustu mánuði en búist er við að þeir fái mun fleiri félög í fangið á næstu mánuðum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið valdi því að endurfjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja og uppbygging í greininni sé í uppnámi og bankarnir haldi að sér höndum.

Ríkisbankarnir hafa yfirtekið fjögur stór fyrirtæki vegna mikilla rekstrarerfiðleika síðustu mánuði en búist er við að þeir fái mun fleiri félög í fangið á næstu mánuðum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið valdi því að endurfjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja og uppbygging í greininni sé í uppnámi og bankarnir haldi að sér höndum.

Í samtali við Stöð 2 segir Vilhjálmur að reikna megi með því að á næstu mánuðum muni fyrirtækjum fjölga sem bankar taki yfir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé hins vegar gert ráð fyrir að fyrir septemberlok eigi þessi mál vera farin að skýrast, bæði fyrir fyrirtækin og aðra. Hann segist hins vegar ekki reikna með því að mikið gerist í sambandi við sjávarútveginn á meðan enginn viti hver framtíðin verður varðandi kvótann. Innan greinarinnar fórni menn höndum.

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í sama fréttatíma Stöðvar 2 sjávarútvegsfyrirtækin ekki standa af sér fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórninni nema í 4 til 6 ár að hámarki.

Sjá nánar:

Frétt Stöðvar 2: Rætt við Vilhjálm Egilsson

Frétt Stöðvar 2: Rætt við Adolf Guðmundsson

Samtök atvinnulífsins