Efnahagsmál - 

15. Nóvember 2012

Óviss viðsnúningur á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óviss viðsnúningur á vinnumarkaði

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir október gefur til kynna atvinnuleysi hafi minnkað verulega. Samkvæmt henni voru 8.100 einstaklingar atvinnulausir í október sem er þriðjungs fækkun frá sama mánuði árið 2011, og þeim fækkar einnig frá síðasta mánuði. Þessi niðurstaða er nánast sú sama og fram kemur hjá Vinnumálastofnun en samkvæmt henni voru í október að meðaltali 8.200 án vinnu og fengu atvinnuleysisbætur. Hlutfallslegt atvinnuleysi mælist 4,5% samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar en 5,2% samkvæmt Vinnumálastofnun, en munurinn skýrist einkum af því að Hagstofan miðar við fjölda einstaklinga en Vinnumálastofnun við heilsársstörf.

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir október gefur til kynna atvinnuleysi hafi minnkað verulega. Samkvæmt henni voru 8.100 einstaklingar atvinnulausir í október sem er þriðjungs fækkun frá sama mánuði árið 2011, og þeim fækkar einnig frá síðasta mánuði. Þessi niðurstaða er nánast sú sama og fram kemur hjá Vinnumálastofnun en samkvæmt henni voru í október að meðaltali 8.200 án vinnu og fengu atvinnuleysisbætur. Hlutfallslegt atvinnuleysi mælist 4,5% samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar en 5,2% samkvæmt Vinnumálastofnun, en munurinn skýrist einkum af því að Hagstofan miðar við fjölda einstaklinga en Vinnumálastofnun við heilsársstörf.

Skýringin á minnkandi atvinnuleysi milli októbermánaða þessa og síðasta árs felst annars vegar í fjölgun starfandi fólks um 3.300 (2%) og fjölgun um 1.400 (3%) í hópi þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. Áætlaður mannfjöldi á vinnualdri (16-74 ára) er nánast óbreyttur og atvinnuþátttaka minnkar, úr 80,1% í 79,5%, vegna þess að þeim sem standa utan vinnumarkaðar fjölgar meira en starfandi fólki.

Meðalvinnutími heldur áfram að styttast og mælist nú 39,1 stund samanborið við 39,9 stundir í sama mánuði árið 2011. Þessi mikla stytting meðalvinnutíma veldur því að heildarvinnustundum, þ.e. margfeldi starfandi fólks og meðalvinnutíma, fækkar um 0,1%. Sú niðurstaða vegur á móti þeim jákvæðu vísbendingum sem fram koma í niðurstöðum könnunarinnar um minnkandi atvinnuleysi og fjölgun starfandi fólks og skapar nokkra óvissu um það hvort marktækur viðsnúningur hafi orðið á vinnumarkaðnum.

Samtök atvinnulífsins