Efnahagsmál - 

18. maí 2009

Ótrúleg afstaða fulltrúa AGS

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ótrúleg afstaða fulltrúa AGS

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, er gáttaður á því að fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vilji ekki að stýrivextir verði lækkaðir á Íslandi. Franek Rozwadowsky, sendifulltrúi AGS, sagði á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja á fimmtudaginn að ótímabært væri að lækka stýrivexti frekar þvert á það sem Seðlabankinn hefur boðað, það er að óbreyttu megi búast við því að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert í byrjun júní. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, er gáttaður á því að fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vilji ekki að stýrivextir verði lækkaðir á Íslandi. Franek Rozwadowsky, sendifulltrúi AGS, sagði á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja á fimmtudaginn að ótímabært væri að lækka stýrivexti frekar þvert á það sem Seðlabankinn hefur boðað, það er að óbreyttu megi búast við því að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert í byrjun júní. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Vilhjálmur m.a. íslensk stjórnvöld taka ákvarðanir í þessu máli. Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn álíti að ekki sé verið að fara eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með - eða að verið sé að beygja út af þeirri braut sem sjóðurinn telji nauðsynlegt að fara til þess að ná árangri - þá geti sjóðurinn hætt við að lána okkur áfram. Það yrði afleiðingin.

"Hins vegar tel ég að þessi afstaða þessa manns sé alveg ótrúleg og að það eigi að lækka vextina," sagði Vilhjálmur sem segir næg tilefni til þess.

Sjá nánar:

Frétt á vef RÚV 17. maí 2009


Smellið hér til að hlusta á fréttina

Samtök atvinnulífsins