Efnahagsmál - 

26. mars 2008

Óþarft að hækka stýrivexti

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óþarft að hækka stýrivexti

Hækkun stýrivaxta í 15% var ekki nauðsynleg að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Rætt var við Vilhjálm í morgunfréttum RÚV og á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun um hækkun stýrivaxta og stöðu efnahagsmála almennt. Vilhjálmur segir stefnu Seðlabankans orsaka miklar sveiflur í hagkerfinu sem séu gríðarlega íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem þær dragi úr trúverðugleika þess.

Hækkun stýrivaxta í 15% var ekki nauðsynleg að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Rætt var við Vilhjálm í morgunfréttum RÚV og á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun um hækkun stýrivaxta og stöðu efnahagsmála almennt. Vilhjálmur segir stefnu Seðlabankans orsaka miklar sveiflur í hagkerfinu sem séu gríðarlega íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem þær dragi úr trúverðugleika þess.

Vilhjálmur segist sammála Seðlabankanum um mikilvægi þess að ná niður verðbólgu en tæki bankans sem hann beiti nú ótæpilega til þess virki ekki í því skyni. Ýmsar ástæður séu fyrir því sem tengist uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins. Íslenska krónan sé svo lítill hluti af okkar fjármálakerfi. Mjög stór hluti samanstandi af erlendum gjaldmiðlum og verðtryggðum fjárskuldbindingum. "Þess vegna bítur vaxtatækið ekki með þeim hætti sem það gerir í mjög mörgum öðrum löndum þar sem aðstæðurnar eru öðruvísi."

Vilhjálmur segir Seðlabankann fastann í sjálfheldu vaxtahækkana og bankinn sjái engin önnur ráð en að hækka stýrivexti enn meira í stað þess að lækka þá. Við núverandi aðstæður minnki samkeppnishæfni íslensku krónunnar og stóra áhyggjuefnið varðandi krónuna sé að sífellt fleiri telji evru vera betri gjaldmiðil en krónuna. Eftir vaxtahækkun Seðlabankans sé það að verða almennari skoðun innan atvinnulífsins.

Hægt er að hlusta á frétt RÚV og viðtalið við Vilhjálm á morgunvaktinni hér að neðan:

Frétt RÚV

Sveinn Helgason ræddi við Vilhjálm á Morgunvaktinni á Rás 1

Samtök atvinnulífsins