Efnahagsmál - 

02. Desember 2009

Ótækt að opinber fyrirtæki safni dráttarvöxtum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ótækt að opinber fyrirtæki safni dráttarvöxtum

Það gengur ekki upp að fyrirtæki hins opinbera greiði birgjum ekki fyrir vörur á réttum tíma og safni þess í stað skuldum á háum dráttarvöxtum. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu um opinber fjármál sem SA, fjármálaráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana héldu nýverið. Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, sagði að úr þessum vanda þyrfti að bæta en dæmi væru um fyrirtæki sem stæðu frammi fyrir lokun af hálfu opinberra aðila vegna vanskila á virðisaukaskatti á sama tíma og LSH skuldi þeim fé. Samkvæmt viðtali við Björn í Fréttablaðinu í dag stefnir í að dráttarvextir næsta árs af skuldum LSH við birgja verði nálægt 400 milljónum króna.

Það gengur ekki upp að fyrirtæki hins opinbera greiði birgjum ekki fyrir vörur á réttum tíma og safni þess í stað skuldum á háum dráttarvöxtum. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu um opinber fjármál sem SA, fjármálaráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana héldu nýverið. Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, sagði að úr þessum vanda þyrfti að bæta en dæmi væru um fyrirtæki sem stæðu frammi fyrir lokun af hálfu opinberra aðila vegna vanskila á virðisaukaskatti á sama tíma og LSH skuldi þeim fé. Samkvæmt viðtali við Björn í Fréttablaðinu í dag stefnir í að dráttarvextir næsta árs af skuldum LSH við birgja verði nálægt 400 milljónum króna.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, reifaði þá hugmynd á fyrrgreindri ráðstefnu að fyrirtækjum sem eiga inni fjárhæðir hjá opinberum fyrirtækjum yrði veittur afsláttur á móti af virðisaukaskattgreiðslum - það gæti mögulega aukið greiðsluvilja fyrirtækja í eigu ríkisins.

Sjá nánar:

Frétt Fréttablaðsins á Vísi

Umfjöllun um ráðstefnu um opinber fjármál 17. nóvember 2009

Samtök atvinnulífsins