Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna LÍÚ

Landssamband íslenskra útvegsmanna óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna LÍÚ fyrir árið 2006. Öll félög í sjávarútvegi koma til greina sem handhafar verðlaunanna sem eiga skip og eru félagar í LÍÚ. Frestur til tilnefningar er til 25. september nk. Sjá nánar á vef LÍÚ.