14. júní 2024

Orkugeirinn semur um stöðugleika

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Orkugeirinn semur um stöðugleika

Samtök atvinnulífins skrifuðu undir langtímasamninga við VM og RSÍ vegna starfsfólks í orkugeiranum hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Skrifað var undir nýja kjarasamninga vegna Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtækja, Landsvirkjunar, HS Veitna, HS Orku, Orkubús Vestfjarða, Norðurorku og RARIK.

Byggir samningurinn á Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Atkvæðagreiðslur um samningana hefjast hjá VM og RSÍ þriðjudaginn 18. júní og standa yfir til 24. júní.

Tengt frétt

Stöðugleikasamningur í höfn
Lesa meira

„Það er mikilvægt og ánægjulegt að gengið hafi verið frá samningum um stöðguleika fyrir orkufyrirtæki landsins. Við búum við einhver bestu lífskjör sem þekkjast á heimsvísu, en óstöðugleiki hefur ógnað þeim undanfarin ár. Kjarasamningar sem samrýmast verðstöðugleika veita okkur mikilvægt tækifæri til þess að brjótast út úr þeim vítahring sem við höfum verið föst í undanfarin ár. Verkefninu verður samt ekki lokið við kjarasamningsborðið, það þurfa allir að axla ábyrgð og samhengið á milli launa og verðlags er svo sannarlega komið á dagskrá,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA

Efnahagslegur stöðugleiki er eitt stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja, Stöðugleikasamningarnir hafa þau markmið að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, af því leiðir að kaupmáttur eykst, aukinn fyrirsjáanleiki verður í efnahagslífinu, dregið er úr verðbólguvæntingum og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs styrkist.

Samtök atvinnulífsins