Efnahagsmál - 

03. Júní 2019

Óráðlegt að fresta lækkun bankaskatts

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óráðlegt að fresta lækkun bankaskatts

Stjórnvöld höfðu boðað lækkun bankaskatts í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145% á árunum 2020-2023, en nú stendur til að fresta þessari lækkun. Að mati Samtaka atvinnulífsins er sú frestun óráðleg enda mikið hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki að fjármálaþjónusta sé á sanngjörnum kjörum. Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyrirtæki hérlendis greiða fjármálafyrirtækin bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Þessi sérskattlagning á fjármálafyrirtæki er nú um átta sinnum meiri en þekkist í nágranalöndum okkar og munar þar mest um bankaskattinn.

Stjórnvöld höfðu boðað lækkun bankaskatts í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145% á árunum 2020-2023, en nú stendur til að fresta þessari lækkun. Að mati Samtaka atvinnulífsins er sú frestun óráðleg enda mikið hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki að fjármálaþjónusta sé á sanngjörnum kjörum. Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyrirtæki hérlendis greiða fjármálafyrirtækin bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Þessi sérskattlagning á fjármálafyrirtæki er nú um átta sinnum meiri en þekkist í nágranalöndum okkar og munar þar mest um bankaskattinn.

Sérstök skattheimta á fjármálafyrirtæki var upphaflega sett á árið 2011 til að bæta ríkissjóði kostnað vegna fjármálaáfallsins sem átti sér stað fyrir rétt rúmlega áratug síðan. Sá kostnaður hefur nú verið greiddur að fullu og gott betur. Tekjurnar af þessum sérsköttum fara nú allar í að fjármagna almenn útgjöld ríkissjóðs en skattarnir hafa skilað að meðaltali um 15 milljörðum króna í skatttekjur á ári. Á endanum eru það viðskiptavinirnir, heimili og fyrirtæki, sem greiða sérskatta fjármálafyrirtækja í formi lakari vaxtakjara.

Þrátt fyrir boðaða lækkun verður bankaskatturinn áfram langt um hærri en í þeim ríkjum sem yfirhöfuð leggja á slíkan skatt. Mikilvægt er að stjórnvöld hugi að hraðari og frekari lækkun bankaskattsins og niðurfellingu annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki. Slíkar aðgerðir skila sér í bættum vaxtakjörum til heimila og fyrirtækja. Stjórnvöld geta þannig lagt sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja og auka ráðstöfunartekjur heimila; er það sér í lagi mikilvægt nú þegar efnahagsaðstæður hafa tekið miklum breytingum.

Frekari umfjöllun um bankaskattinn má lesa í umsögn SA um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.

Sjá nánar:

Umsögn SA má nálgast hér (PDF)

Samtök atvinnulífsins