Efnahagsmál - 

13. maí 2003

Opinberir aðilar spenna upp launaþróunina

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opinberir aðilar spenna upp launaþróunina

"Þetta eru hækkanir upp á 0 - 19% og fyrst og fremst innbyrðis breyting milli hópa," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við DV og segist ennfremur taka undir það að laun kjörinna fulltrúa hjá hinu opinbera hafi ekki verið í eðlilegu samhengi við laun embættismanna.

"Þetta eru hækkanir upp á 0 - 19% og fyrst og fremst innbyrðis breyting milli hópa," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við DV og segist ennfremur taka undir það að laun kjörinna fulltrúa hjá hinu opinbera hafi ekki verið í eðlilegu samhengi við laun embættismanna.

Ari segir að Samtök atvinnulífsins hafi lengi gagnrýnt að launahækkanir á opinberum vinnumarkaði hafi verið meiri en á almennum vinnumarkaði. "Opinberir aðilar hafa því verið að spenna upp launaþróunina með þeim hætti sem almennur vinnumarkaður getur ekki fylgt eftir. Hlutfall launa í vergri framleiðslu er í sögulegu hámarki, bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við önnur lönd, og engin efni til annars í kjarasamningum en að taka tillit til þess raunveruleika sem við búum við. Ég tel að opinberir aðilar verði í sínum launabreytingum að taka tillit til  þess sama raunveruleika og aðrir. Það væri mjög ógæfulegt ef atvinnulífið færi að elta einhvern óraunveruleika hins opinbera í þessum efnum."


 

Samtök atvinnulífsins