Efnahagsmál - 

06. febrúar 2003

Opinberir aðilar í vanskilum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opinberir aðilar í vanskilum

Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins í janúar hafa opinberir aðilar verið í vanskilum við rúm 19% fyrirtækja, þar af oft við um 5%. Ljóst er að a.m.k. helmingur fyrirtækjanna í úrtakinu er ekki í teljandi viðskiptum við opinbera aðila og því má gera að því skóna að þegar um veruleg viðskipti sé að ræða séu opinberir aðilar í vanskilum í um 40-50% tilvika. Skiptingin er nokkuð jöfn milli ríkisvaldsins og stofnana þess annars vegar og sveitarfélaga og stofnana þeirra hins vegar, þótt vanskil virðist eilítið algengari hjá ríkinu.

Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins í janúar hafa opinberir aðilar verið í vanskilum við rúm 19% fyrirtækja, þar af oft við um 5%. Ljóst er að a.m.k. helmingur fyrirtækjanna í úrtakinu er ekki í teljandi viðskiptum við opinbera aðila og því má gera að því skóna að þegar um veruleg viðskipti sé að ræða séu opinberir aðilar í vanskilum í um 40-50% tilvika. Skiptingin er nokkuð jöfn milli ríkisvaldsins og stofnana þess annars vegar og sveitarfélaga og stofnana þeirra hins vegar, þótt vanskil virðist eilítið algengari hjá ríkinu.

Neita að greiða dráttarvexti
Alvarlegra er þó að í 61% tilfella hafa opinberir aðilar neitað að greiða dráttarvexti. SA er jafnvel kunnugt um dæmi þess að opinberir aðilar hóti að rifta viðskiptum við fyrirtæki, krefjist þau réttmætra dráttarvaxta vegna vanskila.

Skýr lagaskylda
Þess má geta að um næstu áramót á að taka gildi hér á landi tilskipun 2000/35/EB um baráttu gegn greiðsludrætti í viðskiptum. Rökin fyrir tilskipun um þetta efni eru m.a. þau að fjórðung gjaldþrota hjá fyrirtækjum innan ESB má rekja til greiðsludráttar af hálfu annarra fyrirtækja og opinberra aðila. Í kynningarriti framkvæmdastjórnar ESB er sérstaklega vísað til slælegrar frammistöðu opinberra aðila. Tilskipun þessi mun ekki hafa teljandi áhrif hér á landi þar sem íslensk lög hafa þegar að geyma ákvæði um greiðslu dráttarvaxta vegna vanskila. Ótvírætt er að opinberir aðilar njóta þar engra undanþága og framkoma þessi því algerlega óverjandi.

Könnunin var gerð í janúar og var hún send til 1350 fyrirtækja. Svör bárust frá um 650 þeirra, eða um 48%.

Samtök atvinnulífsins